Prófkjör Pírata hafið

Álfheiður Eymarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Prófkjör Pírata í Suðurkjördæmi er hafið en því lýkur kl. 16 næstkomandi þriðjudag. Níu frambjóðendur gefa kost á sér.

Þeirra á meðal eru Álfheiður Eymarsdóttir, bæjarfulltrúi í Árborg, sem leiddi lista Pírata í síðustu kosningum og Mummi Týr Þórarinsson, fyrrverandi forstjóri Götusmiðjunnar, en hann er búsettur á Borg í Grímsnesi.

Aðrir frambjóðendur eru Þórir Hilmarsson, Linda Björg Arnheiðardóttir, Jason Steinþórsson, Hans Alexander Margrétarson Hansen, Elísabet Kjárr Ólafsdóttir, Bergþór H. Þórðarson og Axel Pétur Axelsson.

Prófkjör Pírata

Fyrri greinD-listinn tilbúinn: Ingveldur hafði betur gegn reyndum þingmönnum
Næsta greinKostnaður við sýnatöku íþyngjandi fyrir grænmetisbændur