Prófkjör Pírata í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust hófst í dag og stendur til 12. ágúst. Alls eru 23 frambjóðendur sem gefa kost á sér.
Kosningin fer fram í rafrænu kosningakerfi Pírata. Alls eru 23 frambjóðendur sem gefa kost á sér, en fæstir þeirra sækjast eftir ákveðnu sæti.
Meðal þeirra sem bjóða sig fram eru Álfheiður Eymarsdóttir, Elín Finnbogadóttir, Jack Hrafnkell Daníelsson, Karl Óskar Svendsen, Kristinn Ágúst Eggertsson og Sigurður Ágúst Hreggviðsson á Selfossi, Marteinn Þórsson í Hveragerði, Valgarður Reynisson á Laugarvatni, Elvar Már Svansson, Brautarholti á Skeiðum og Sighvatur Lárusson, Hvammi í Holtum.
Píratar í Suðurkjördæmi hafa boðað til kynningarfundar á Hótel Örk í Hveragerði, fimmtudaginn 4. ágúst kl. 20:00. Þar gefst tækifæri til að spjalla við frambjóðendur ásamt því að heyra kynningar þeirra og spyrja þau spurninga.
Upplýsingar um frambjóðendurna má finna hér.