Prófkjör Pírata fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Árborg er hafið og eru fjórir frambjóðendur í framboði.
Frambjóðendurnir eru Álfheiður Eymarsdóttir, Gunnar E. Sigurbjörnsson, Kristinn Ágúst Eggertsson og Sigurður Ágúst Hreggviðsson.
Prófkjörið fer fram í kosningakerfi Pírata á netinu og geta allir sem hafa verið skráðir í Pírata í þrjátíu daga kosið. Prófkjörinu lýkur þriðjudaginn 27. mars kl. 12:00.
Píratar hafa ekki boðið fram áður í Árborg en ekki varð af boðuðu framboði árið 2014 þar sem Píratahópurinn í sveitarfélaginu var of fámennur og því ekki grundvöllur fyrir framboðinu.