Prófkjöri Framsóknarflokksins frestað

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kjörstjórn Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að fresta fyrirhuguðu prófkjöri flokksins til 19. júní næstkomandi.

Prófkjörið átti að fara fram þann 10. apríl en þar sem heimsfaraldur COVID-19 hefur orsakað erfiðleika við framkvæmd prófkjörs í kjördeildum, var ákveðið að fresta kosningunni.

Framboðsfrestur mun því framlengjast til föstudagsins 4. júní og óskar stjórn KSFS eftir því að öflugir og áhugsamir frambjóðendur setji sig í samband við formann kjörstjórnar, Magneu Herborgar Björnsdóttur, fyrir nánari upplýsingar.

Fyrri greinÁbyrg upplýsingamiðlun við vá
Næsta greinTvö sjálfsmörk í Laugardalnum