Grjóti var kastað í Mercedes Benz bifreið þar sem hún stóð við Fljótsmörk 6 í Hveragerði aðfaranótt laugardags.
Þá voru spjöll unnin á bifreið og gröfu og fleiru á athafnasvæði gróðrastöðvar við Reykjamörk en var grafa gangsett og notuð til að velta um gömlum bíl sem þar var geymdur.
Lögreglan óskar eftir því að þeir sem búa yfir vitneskju um hver hafi valdið framanskráðu tjóni geri lögreglu viðvart um það.