Farþegaferjan Røst, sem leysir Herjólf af í siglingum milli lands og Eyja, tók niðri í útsiglingu frá Landeyjahöfn um miðjan daginn í dag.
Mbl.is greinir frá þessu.
„Kjölurinn á skipinu nuddaðist aðeins við en þetta var minni háttar snerting. Kafari kom og mat aðstæður. Það er aldrei gott þegar skip snertir botninn en blessunarlega var þetta lítið,“ segir Gunnlaugur Grettisson, forstöðumaður ferjusiglinga hjá Eimskip.
Gunnlaugur gerir ekki ráð fyrir því að farnar verði fleiri ferðir milli Landeyjahafnar og Eyja í dag. Veður sé að versna en heldur hefur bætt í vindinn og ölduhæð er talsverð.