Røst tók niðri við Land­eyja­höfn

Farþega­ferj­an Røst, sem leys­ir Herjólf af í sigl­ing­um milli lands og Eyja, tók niðri í út­sigl­ingu frá Land­eyja­höfn um miðjan dag­inn í dag.

Mbl.is greinir frá þessu.

„Kjöl­ur­inn á skip­inu nuddaðist aðeins við en þetta var minni hátt­ar snert­ing. Kafari kom og mat aðstæður. Það er aldrei gott þegar skip snert­ir botn­inn en bless­un­ar­lega var þetta lítið,“ seg­ir Gunn­laug­ur Grett­is­son, for­stöðumaður ferju­sigl­inga hjá Eim­skip.

Gunn­laug­ur ger­ir ekki ráð fyr­ir því að farn­ar verði fleiri ferðir milli Land­eyja­hafn­ar og Eyja í dag. Veður sé að versna en held­ur hef­ur bætt í vind­inn og öldu­hæð er tals­verð.

Frétt mbl.is

Fyrri greinHaustið fer vel af stað
Næsta greinTeitur með 11 í sigri á Fram