Ráðist á mann í heimahúsi

Uppúr klukkan átta á laugardagsmorgun réðust tvær konur um tvítugt inn á 40 ára gamlan mann í fjölbýlishúsi á Selfossi. Ástæðan var sú að konurnar töldu hann vera að góna á þær í tíma og ótíma.

Upphófst rifrildi og hávaði en konunum barst liðsauki er karlmaður, vinur þeirra, tók þátt í æsingnum sem lauk með því að önnur konan beit og hrinti manninum með þeim afleiðingum að hann rifbeinsbrotnaði.

Konurnar og félagi þeirra voru handtekin og yfirheyrð.

Málið er upplýst og verður sent til ákæruvalds að lokinni rannsókn.

Fyrri greinBærinn semur við myndlistarfélagið
Næsta greinDagbók lögreglu: Tólf teknir á nagladekkjum