Ráðuneytið gefur Rangæingum langt nef

Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, gagnrýnir Velferðarráðuneytið og segir það ekki standa undir nafni.

Ísólfur segir að stjórnendur sveitarfélagsins hafi ekki fengið áheyrn eða viðtöl um málefni hjúkrunar- og dvalarheimilisins Kirkjuhvols á Hvolsvelli.

Ráðuneytið hefur neitað ósk um framlengingu á samningu um þrjú innlagnar- og hvíldarrými sem gerður var í kjölfar eldgossins síðasta vor þegar nokkrir íbúar á gossvæðinu fengu inni á Kirkjuhvoli.

„Það sem er sínu alvarlegast er að hið nýja Velferðarráðuneyti hefur gefið okkur langt nef. Skjaldborgin margumtalaða er aðallega varnarvirki í kringum þá sjálfa,“ segir Ísólfur í samtali við Sunnlenska.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT

Fyrri greinStöðvuðu skemmtanahald á Selfossi
Næsta greinHugsanlegt að reka hótel samhliða heilsuhæli