Selfoss er næsti viðkomustaðir í hringferð Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, vegna landsáætlunar í málefnum fatlaðs fólks.
Opinn samráðsfundur fer fram á Hótel Selfossi í dag, mánudaginn 26. júní kl. 17:00.
Á fundinum verður fjallað um helstu áherslur í þjónustu við fatlað fólk í nútíð og framtíð og hvernig staðið verður að innleiðingu þeirra. Samráðsfundirnir hafa þann tilgang að tryggja milliliðalaust samtal um það sem fólki er efst í huga þegar málefni fatlaðs fólks ber á góma.
Fundirnir fara þannig fram að ráðherra flytur opnunarávarp og kynnt eru nokkur þeirra verkefna sem tilheyra landsáætluninni. Fulltrúar heildarsamtaka fatlaðs fólks fjalla um sínar áherslur og framtíðarsýn og starf notendaráða er kynnt. Að lokum býður ráðherra til samtals við viðstadda um það sem þeim er efst í huga.
- Skrá þátttöku
Ef þörf er á táknmálstúlkun, rittúlkun eða annarri sérstakri aðstoð er mikilvægt að það komi fram við skráningu