Undanfarnar klukkustundur hefur rafleiðni og vatnshæð farið lækkandi í Skálm við Þjóðveg 1. Rafleiðni mælist nú um 194 µS/cm sem er þó enn hærra en eðlilegt er m.v. árstíma. H
æst mældist rafleiðnin í morgun tæplega 260 µS/cm eins og sést á línuritinu hér fyrir neðan. Áfram mælast hækkuð gildi brennisteinsvetnins nærri upptökum Múlakvíslar. Engar markverðar breytingar hafa orðið í óróa á jarðskjálftamælum í kringum Mýrdalsjökul.
Veðurstofan beinir því til ferðafólks á svæðinu að sýna aðgát við upptök ánna og nærri árfarvegunum þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu. Náttúruvárvakt VÍ heldur áfram að vakta svæðið og mun senda út uppfærslu ef markverðar breytingar verða á mælingum eða athugunum.