Rafmagn fór af stórum hluta Selfossbæjar á tólfta tímanum í morgun eftir að vinnuvél gróf niður í háspennustreng sem olli útslætti.
Samkvæmt upplýsingum frá HS veitum var rafmagnslaust í rúmar tíu mínútur og á rafmagn nú að vera komið á allan bæinn aftur.