Rafmagnslaust í Þórsmörk og Meðallandi

Rafmagnslaust hefur verið í Þórsmörk frá því kl. 23 í gærkvöldi en að sögn RARIK eru viðgerðarmenn nú á vettvangi.

Þá fór rafmagn af í Fljótshlíð einnig um kl. 23 en þar var rafmagn aftur komið á um tvö í nótt.

Rafmagn fór ennfremur af í Meðallandi sunnan við Kirkjubæjarklaustur um kl. 02:30 í nótt en þar brotnaði slá. Þar er enn rafmagnslaust.

Rekja má rafmagnsleysið til óveðurs í gærkvöldi og í nótt.

Fyrri greinJóhannes tekur við útibúi Arion á Hellu
Næsta grein3. flokkur kominn í bikarúrslit