Rafmagnslaust í Flóanum

Mynd úr safni. Ljósmynd/Rarik

Rafmagn fór af Sandvíkurhreppi og hluta Flóahrepps á þriðja tímanum í dag. Í tilkynningu frá Rarik segir að verið sé að leita að biluninni, en þeir sem hafa upplýsingar sem hjálpað gætu til við bilanaleit eru beðnir um að hafa samband við Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890.

Um leið og rafmagnið fór þá duttu út útvarpssendar en hvorki Ríkisútvarpið né Bylgjan nást á Selfossi og nágrenni þessa stundina.

UPPFÆRT KL. 16:25: Bilanaleit stendur enn yfir en ófærð í Sandvíkurhreppnum hefur tafið fyrir leitinni.

UPPFÆRT KL. 17:18: Enn er unnið að bilanaleit. Hluti notenda er kominn með rafmagn aftur en búast má við truflunum eitthvað áfram, á meðan á bilanaleit og viðgerð stendur yfir.

Fyrri greinÖkumenn í vanda á Þingvallavegi
Næsta greinTíu ára drengur bjargaðist úr snjóflóði í Hveragerði