Rafmagnslaust í hluta Landahverfisins

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Rafmagnslaust var í nokkrum götum í Landahverfinu á Selfossi og vegna bilunar. Viðgerð lauk kl. 3 í nótt.

Rafmagnslaust var í Móalandi, Vallarlandi, Vörðulandi, Snælandi, Stekkjarlandi og Smáralandi.

Vegna bilunarinnar varð rafmagnstruflun í Helluhverfinu en þar komst rafmagn fljótlega á aftur og er ekki von á frekara rafmagnsleysi þar.

UPPFÆRT KL. 09:32

Fyrri greinBest í að bulla eitthvað gómsætt
Næsta greinSelás byggingar og HR smíði buðu lægst í heilsugæsluna