Rafmagnslaust í Hrunamannahreppi

Flúðir. Ljósmynd/Hera Hrönn Hilmarsdóttir

Rafmagnslaust er í hluta Hrunamannahrepps, á Flúðum og í nágrenni. RARIK vinnur að bilanaleit í augnablikinu.

Rafmagnslaust er í Hellisholtum, hluta Flúða og norðan byggðarinnar þar, alveg upp að Kópsvatni.

Þeir sem luma á upplýsingum sem gætu hjálpað við bilanaleit eru beðnir um að hafa samband við stjórnstöð RARIK í síma 528-9000.

Þá er einnig rafmagnslaust í kringum Stokkseyri. Á Holtsveginum og austan við þorpið en vonast er til að rafmagn verði komið aftur á um klukkan 10:30.

UPPFÆRT KL. 13:45 Viðgerð er lokið á Flúðum og rafmagn komið á aftur.

Fyrri greinHreppurinn kaupir Hraunbraut 2
Næsta greinÞað koma alltaf aftur jól