Rafmagnslaust í Landbroti

Mynd úr safni. Ljósmynd/Rarik

Rafmagn fór af í Landbroti í Skaftárhreppi um klukkan 18:42 í kvöld. Í tilkynningu frá RARIK segir að ekki sé reiknað með að komast í viðgerð fyrr en í nótt þegar veður lægir.

Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar sem gætu hjálpað við bilanaleit eru beðnir um að hafa samband við stjórnstöð RARIK í síma 528-9000.

Fyrri greinRúta fór útaf á Hellisheiði
Næsta greinGríðarlegt eldingaveður á Suðurlandi