Rafmagnslaust í Mýrdalnum

Vík í Mýrdal. Ljósmynd/RARIK

Rafmagnslaust hefur verið í hluta Mýrdalshrepps síðan á ellefta tímanum í morgun. 

Rafmagn fór af í Vík, Mýrdalnum og undir Eyjafjöllum en straumur komst fljótlega á hluta svæðisins aftur með varaafli.

Einhverjir bæir eru ennþá án rafmagns og um miðjan dag var ekki búið að finna bilunina. Íbúar á svæðinu eru beðnir um að takmarka notkun á rafmagni eins og hægt er.

UPPFÆRT KL. 16:30: Frá kl 17. og fram eftir kvöldi má búast við skömmtun á rafmagni.

UPPFÆRT KL. 20:30: Viðgerð er lokið og er ekki von á frekara rafmagnsleysi vegna þessa, samkvæmt tilkynningu frá RARIK.

Fyrri grein99. héraðsþing HSK haldið í fjarfundi
Næsta greinHarður árekstur á Biskupstungnabraut