Rafmagnslaust í Mýrdalnum

Séð yfir Vík í Mýrdal í austur af Reynisfjalli. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Rafmagnslaust er í Mýrdalnum vegna rafmagnsbilunar sem varð í streng milli Holts og Víkur í nótt. Unnið er að því að koma rafmagni á aftur með varaafli.

Samkvæmt upplýsingum frá RARIK er óskað eftir því að íbúar fari sparlega með rafmagn svo að það heppnist að koma varaafli á svæðið.

Rafmagnslaust er á öllum bæjum frá Jökulsá á Sólheimasandi og austur að Höfðabrekku ásamt þorpinu í Vík.

Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæðinu má sjá á heimasíðu RARIK.

Fyrri greinSelfoss úr leik í bikarnum
Næsta greinÍbúafundur um fjárhagsáætlun Árborgar