Rafmagnslaust í Mýrdalnum – Lokað um Reynisfjall

Reynisfjall. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

UPPFÆRT: Rafmagn var komið á aftur um kl. 23:00 og þá var sömuleiðis búið að opna veginn um Reynisfjall.

Rafmagnslaust er í Mýrdalshreppi, frá Jökulsá á Sólheimasandi og austur fyrir Vík. Verið er að leita að orsök rafmagnsleysisins og meðal annars er ruðningstæki er að ryðja upp á Reynisfjall.

Að sögn Birnu Viðarsdóttur á Norður-Hvoli fór rafmagnið af um fimmleitið en blindbylur er í Mýrdalnum og hefur snjóað síðan um hádegi.

Þeir sem hafa upplýsingar sem gætu hjálpað við bilanaleitina eru beðnir um að hafa samband við svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890.

Ekkert ferðaveður er á svæðinu frá Hvolsvelli og austur yfir Mýrdalssand og er vegurinn um Reynisfjall lokaður. Vegfarendur eru beðnir að taka tillit til þessa.

Fyrri greinHáspenna-lífshætta í Breiðholtinu
Næsta greinSelfoss náði ekki að stöðva Fram-U