Rafmagnslaust er í hluta Sandvíkurhrepps, meðal annars í Tjarnarbyggð, vegna bilunar í háspennukerfi út frá Selfossi.
Rafmagnið fór af á sjöunda tímanum í morgun og búið er að finna hluta bilunarinnar. Vegna hennar er ekki unnt að hafa rafmagn á kerfinu en verið er að skoða kerfið enn frekar.
Gríðarlegt þrumuveður var við suðurströndina í morgun en ekki kemur fram í tilkynningu Rarik hvort bilunin tengist mögulega veðri.
UPPFÆRT KL. 10:45: Aðgerðir standa yfir vegna bilunar frá aðveitustöð Selfossi að Kaldaðarnesi. Rafmagn kemur á hluta til að byrja með en truflanir verða á því svæði vegna umfangs bilunarinnar. Tjónið má rekja til eldingaveðurs sem gekk yfir svæðið í morgun.