Rafmagnslaust í uppsveitunum

Sunnlenskar rafmagnslínur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Rafmagnslaust er víða í uppsveitum Árnessýslu og er verið að leita að bilununum.

Um klukkan hálf ellefu fór rafmagn af víða í Flóanum, á Skeiðum að Brautarholti og Kiðjabergi. Klukkustund síðar fór rafmagn af Gnúpverjum frá Búrfelli að Árnesi, Hæl og Laxárdal.

Þeir sem hafa upplýsingar sem gætu hjálpað við bilanaleit eru beðnir um að hafa samband við svæðisvakt Rarik í síma 528 9890.

Í morgun fór rafmagn einnig af í Meðallandi en þar er rafmagn komið á aftur. Mikil selta er á rafmagnsstaurum og einangrum sem getur orsakað áframhaldandi rafmagnstruflanir. 

Í nótt varð rafmagnslaust í Rangárþingi eystra og var gert við bilun í Neðri-Dal og ekki von á frekara rafmagsleysi vegna þessarar bilunar.

Fyrri greinEkkert ferðaveður á Suðurlandi
Næsta greinSnjóuð inni á síðustu klósettrúllunni