Bilun í háspennustreng olli rafmagnsleysi á Selfossi um kl. 19 í kvöld.
Rafmagni sló út af stærstum hluta bæjarins en komst fljótt á aftur. Íbúar í nágrenni Eyravegar og Tryggvagötu þurftu þó að sitja í rúma klukkustund við kertaljós og það sama gilti um hverfið utan ár.
Hringtengingar eru á kerfinu og hefur bilaði strengurinn verið tekinn úr rekstri. Leitað verður að biluninni eftir helgi en ekki ættu að verða frekari rafmagnstruflanir á Selfossi.