Rafmagn fór af í Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfossi kl. 5:06 í morgun eftir að bilun varð í Þorlákshafnarlínu 1.
Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti kom rafmagnið aftur í Þorlákshöfn kl. 5:28 og kl. 5:44 í Hveragerði.
Spennir 1, sem sló út á Selfossi við bilunina, komst aftur í rekstur kl. 6:18 og nú ætti rafmagn að vera komið víðast hvar aftur. Unnið er að frekari skoðun á Þorlákshafnarlínu 1 en hjá Landsneti telja menn bilunina sennilega fundna.