Félag rafiðnaðarmanna á Suðurlandi færði Fjölbrautarskóla Suðurlands veglega gjöf í upphafi haustannar, sem eru tíu skjástýrivélar af gerðinni Unitronics Samba 43.
Þessi búnaður er notaður til kennslu í lokaáfanga stýringa. Vélarnar auka hæfni nemenda í forritun iðnstýringa auk gerð skjámynda og notendaviðmóts. Félagsmenn FRS settu vélarnar saman og útbjuggu þær í sérstaka kassa sem gerir nemendum kleift að sannprófa virkni þeirra.
Að sögn Jóhanns Snorra Bjarnasonar kennara í rafiðn „kemur búnaður sem þessi alltaf í góðar þarfir og mun efla rafiðnardeild FSu enn frekar. FSu þakkar kærlega fyrir þessa gjöf sem kemur að góðum notum fyrir skólahald um leið og hún styrkir tengsl skólans við atvinnulífið.”