Rafstöð stolið í Hveradölum

Á tímabilinu frá klukkan 17, mánudaginn 17. nóvember til klukkan 6:30, þriðjudaginn 18. nóvember síðastliðinn hvarf af vinnusvæði Ístaks við Suðurlandsveg í Hveradölum hvarf rafstöð með um 10 metra ljósamastri.

Rafstöðin var á hjólum með beisli til að hengja aftan í ökutæki og er verðmæti þess um tvær milljónir króna.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um hvarf rafstöðvarinnar eða vita hvar hún er niðurkomin eru beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.

Fyrri greinGjaldskrá hækkar um 3,4% um áramótin
Næsta greinDagbók lögreglu: Buster böstaði fimm