Ragnar Magnússon, oddviti og bóndi í Birtingaholti, leiðir framboð H-listans í Hrunamannahreppi en listinn býður nú fram krafta sína í fjórða sinn.
H-listinn fékk þrjá menn kjörna í síðustu sveitarstjórnarkosningum og er með meirihluta í sveitarstjórn. Núverandi sveitarstjórnarfulltrúar listans skipa þrjú efstu sætin. Í tilkynningu frá framboðinu segir að listinn sé skipaður reynslumiklu fólki í bland við ný andlit, með áherslu á jafna kynjaskiptingu, fjölbreytta reynslu, styrkleika einstaklingsins og öfluga liðsheild.
Frambjóðendur listans eru:
1. sæti – Ragnar Magnússon, oddviti og bóndi
2. sæti – Halldóra Hjörleifsdóttir, sveitarstjórnar- og skrifstofumaður
3. sæti – Unnsteinn Eggertsson, sveitarstjórnarmaður og iðnrekstrarfræðingur
4. sæti – Sigurður Sigurjónsson, pípulagningamaður
5. sæti – Kolbrún Haraldsdóttir, þroskaþjálfi og sérkennari
6. sæti – Valdís Magnúsdóttir, bóndi og þroskaþjálfi
7. sæti – Hörður Úlfarsson, verktaki
8. sæti – Vigdís Furuseth, ferðaþjónustubóndi.
9. sæti – Jón Bjarnason, nemi
10. sæti – Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri