Ragnhildur fékk aðalvinninginn

Ragnhildur og Magnús voru glöð og þakklát þegar þau fengu vinninginn afhentan. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen

Það var hún Ragnhildur Eiríksdóttir á Selfossi sem hafði heppnina heldur betur með sér þegar hún vann aðalvinninginn í afmælisleik sunnlenska.is.

Ragnhildur fékk í vinning gjafabréf á Hótel Rangá en gjafabréfið inniheldur gistingu fyrir tvo í eina nótt í ásamt kampavínsmorgunverði og þriggja rétta sælkerakvöldverði að verðmæti tæplega 70 þúsund króna.

Ragnhildur sagðist í samtali við sunnlenska.is hafa orðið bæði glöð og hissa þegar hún komst að því að hún hefði unnið, enda hefði hún aldrei unnið neitt í svona leikjum. Hún ætlar að bjóða eiginmanni sínum, Magnús Tryggvasyni, með sér á Hótel Rangá og hlakkar hún mikið til.

Afmælisleikurinn var í tilefni af 15 ára afmæli sunnlenska.is og voru vinningarnir fjölbreyttir og þáttakan frábær. Sumir voru þó heppnari en aðrir og hér fyrir neðan má sjá lista yfir vinningshafana. Svo skemmtilega vill til að það voru einungis konur sem fengu vinninga í leiknum – en þær voru líka mun duglegri en karlarnir að taka þátt.

Tveir miðar á afmælistónleika Skítamórals: Kolbrún Rut Pálmadóttir
15 þúsund króna gjafabréf á MAR Seafood: Heiðrún Jóhanna Heiðarsdóttir
Fimmtán skipta kort í Bíóhúsið: Lára Kristinsdóttir
10 þúsund króna gjafabréf á Oche Reykjavík: Selma Hrönn Róbertsdóttir
10 þúsund króna gjafabréf á Oche Reykjavík: Inga Lóa Hannesdóttir
10 þúsund króna gjafabréf á Oche Reykjavík: Árný Rún Guðnadóttir
Morgunveisla fyrir tvo ásamt kaffi á Byrja: Antonia Helga Helgadóttir
Tveir miðar á tónleika Hr. Hnetusmjör á Sviðinu: Jónína Sigríður Grímsdóttir
15 þúsund króna gjafabréf á MAR Seafood: Ásdís Finnsdóttir
Ullarsæng frá Woolroom: Lóreley Sigurjónsdóttir
25 þúsund króna gjafabréf í Fætur toga: Guðrún Jóhannsdóttir
25 þúsund króna gjafabréf í JYSK: Hanna Björk Grétarsdóttir
25 þúsund króna gjafabréf í Motivo: Ósk Unnarsdóttir
25 þúsund króna gjafabréf í Lindex: Birna Aðalheiður Árdal Birgisdóttir

Við þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna. Takk fyrir að lesa sunnlenska.is í 15 ár.

Fyrri greinTónar, bragð og hefðir á fjölmenningarhátíð á Hvolsvelli
Næsta greinFlautumark í framlengingu tryggði gestunum sigur