Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar til á áttunda tímanum í kvöld vegna manns á sæþotu sem hafði orðið vélarvana fyrir utan Landeyjahöfn.
Maðurinn og sæþotan voru á reki frá landi en björgunarskip frá Vestmannaeyjum kom á staðinn og dró sæþotuna í land.
Björgunarsveitir voru fljótar á vettvang þar sem útkallið barst skömmu eftir að aðgerðum lauk við Þjórsárósa þar sem fimm var bjargað úr hraðbáti á reki. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð að Landeyjahöfn.