Þrátt fyrir að kostnaður vegna byggingar nýs skólahúsnæðis á Stokkseyri sé kominn yfir 800 milljónir króna vantar talsvert upp á að frágangi þess sé lokið.
Talsverður hluti starfsemi skólans er enn í gamla skólahúsnæðinu og ekki verið teknar neinar ákvarðanir um að leggja það húsnæði af. Þar fer fram kennsla í heimilisfræði auk skólavistunar.
Þá er smíðakennsla enn vistuð í húsnæði í þorpinu þar sem að smíðastofan í skólanum er ekki tilbúin.
Að sögn Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Árborgar, eru ekki áform uppi um að rífa gamla skólahúsnæðið í bráð eins og til stóð enda húsið í notkun.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT