Lið Rangárþings ytra vann öruggan sigur á Dalvíkurbyggð í Útsvarsþætti kvöldsins í Ríkissjónvarpinu. Lokatölur urðu 66-41.
Keppnin var jöfn og spennandi lengst af en Rangæingar áttu góðan endasprett og sigruðu að lokum örugglega.
Lið Rangárþings ytra skipa þau Hreinn Óskarsson, skógarvörður í Odda, Steinar Tómasson, aðstoðarskólastjóri á Hellu og Harpa Rún Kristjánsdóttir, háskólanemi frá Hólum við Heklurætur.
Sunnlendingar keppa næst í Útsvarinu þann 17. október þegar Hvergerðingar mæta Garðabæ.