Rangæingar töpuðu í spennandi viðureign

Lið Rangárþings ytra er úr leik í spurningakeppninni Útsvari en liðið tapaði fyrir Skagfirðingum í æsispennandi viðureign í Ríkissjónvarpinu í kvöld.

Lokatölur urðu 55-57. Rangæingar fóru hægt af stað en komust svo yfir eftir að Hreinn Óskarsson hafði leikið hin ýmsu matvæli af mikilli snilld. Rangæingar gáfu svo eftir á lokasprettinum og Skagfirðingar hirtu sigurinn í blálokin.

Lið Rangárþings ytra skipuðu þau Hreinn Óskarsson, skógarvörður í Odda, Steinar Tómasson, aðstoðarskólastjóri á Hellu og Harpa Rún Kristjánsdóttir, háskólanemi frá Hólum við Heklurætur.

Fyrri greinAndri Freyr semur við færeyskt lið
Næsta greinKrefjast betri vetrarþjónustu frá Vegagerðinni