Vinna við útskiptingu bilaðrar dælu í heitavatnsholu Rangárveitna í Kaldárholti gekk afar vel. Starfsfólk Veitna vann fram á nótt og tókst að klára verkið töluvert fyrr en áætlað hafði verið.
Í dag var hafist handa við að auka rennsli vatns inn á kerfið og allir íbúar á svæði Rangárveitu ættu að vera komnir með fullan þrýsting á heita vatninu.
Unnið er að því að koma vatni til stórnotenda en afhending til þeirra var skert svo hægt væri að koma sem mestu vatni til heimila á svæðinu á meðan á viðgerð stóð.