Sjálfstæðisflokkurinn sigraði í kosningunum í Rangárþingi eystra og fær þrjá menn kjörna, eins og B-listi Framsóknarflokksins og Framfarasinna.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk 42,4% atkvæða og þrjá fulltrúa, Framsóknarflokkurinn fékk 36,3% atkvæða og þrjá fulltrúa og Nýi óháði listinn fékk 21,3% atkvæða og 1 fulltrúa.
(D) Anton Kári Halldórsson
(D) Árný Hrund Svavarsdóttir
(D) Sigríður Karólína Viðarsdóttir
(B) Lilja Einarsdóttir
(B) Rafn Bergsson
(B) Bjarki Oddsson
(N) Tómas Birgir Magnússon
Uppfært með lokatölum klukkan 00:23