
Fulltrúar Rangárþings ytra og Rangárþings eystra skrifuðu í gær undir samninga þess efnis að sveitarfélögin verði formlega aðilar að átakinu Heilsueflandi samfélag.
Alma Möller, landlæknir, heimsótti sveitarfélögin í gær og skrifaði undir samningana ásamt sveitarstjórunum Ágústi Sigurðssyni og Lilju Einarsdóttur.
Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Í slíku samfélagi er heilsa og líðan íbúa í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum.
