Rangeystra: Meirihlutinn fallinn

Meirihluti B-lista Framsóknarmanna og annarra framfarasinna í Rangárþingi eystra er fallinn. B-listinn tapaði rúmum 10% atkvæða frá síðustu kosningum.

D-listinn bætti við sig 12,12% frá kosningunum 2014 og bætti við sig manni á kostnað B-listans.

Á kjörskrá voru 1.241 einstaklingar og talin hafa verið 1.010 atkvæði. Kjörsókn liggur ekki fyrir.

D-listi Sjálfstæðisflokksins fékk 455 atkvæði eða 46,1% og þrjá fulltrúa kjörna.

B-listi Framsóknar og annarra framfarasinna fékk 359 atkvæði eða 36,4% og þrjá fulltrúa kjörna.

L-listi óháðra fékk 173 atkvæði eða 17,5% og einn fulltrúa.

Kjörnir fulltrúar:

  1. Anton Kári Halldórsson, D-lista
  2. Lilja Einarsdóttir, B-lista
  3. Elín Fríða Sigurðardóttr, D-lista
  4. Benedikt Benediktsson, B-lista
  5. Christiane L. Bahner, L-lista
  6. Guðmundur Jón Viðarsson, D-lista
  7. Rafn Bergsson, B-lista

Næst inn var Harpa Mjöll Kjartansdóttir, D-lista, sem vantaði 24 atkvæði til að fella Rafn.

Fyrri greinSkeiðGnúp: O-listinn heldur meirihlutanum
Næsta greinÖlfus: D-listinn í meirihluta