D-listi Sjálfstæðisflokksins vann góðan sigur í Rangárþingi ytra og bætti talsverðu fylgi við sig frá síðustu kosningum.
Á kjörskrá eru 1.165 einstaklingar og talin hafa verið 891 atkvæði. Kjörsókn liggur ekki fyrir.
D-listi Sjálfstæðisflokks fékk 533 atkvæði eða 62,2% og fjóra sveitarstjórnarfulltrúa.
Á-listinn fékk 324 atkvæði eða 37,8% atkvæða og þrjá kjörna fulltrúa.
D-listinn heldur því meirihlutanum og bætir við sig 8,25% frá síðustu kosningum 2014.
Kjörnir fulltrúar:
- Ágúst Sigurðsson, D-lista
- Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Á-lista
- Björk Grétarsdóttir, D-lista
- Haraldur Eiríksson, D-lista
- Steindór Tómasson, Á-lista
- Hjalti Tómasson, D-lista
- Yngvi Harðarson, Á-lista
Næst inn er Helga Fjóla Guðnadóttir, D-lista, sem vantar 8 atkvæði til þess að fella út Yngva Harðarson.