Lögreglumenn á Hvolsvelli höfðu á dögunum afskipti af ökumanni vegna hraðaksturs. Ökumaðurinn sagðist hafa tekið bifreiðina á leigu hjá bílaleigu á höfuðborgarsvæðinu.
Við nánari skoðun reyndist bifreiðin ekki skráð sem bílaleigubifreið og ekki með viðeigandi tryggingar.
Grunur er um að forsvarsmenn bílaleigunnar hafi brotið lög um bílaleigur og verður málið rannsakað frekar.