Rannsókn á máli manns sem er grunaður um að hafa kveikt í húsinu við Kirkjuveg 18 á Selfossi í lok október er á lokametrunum.
RÚV greinir frá þessu og vitnar í Odd Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Karl og kona létust í brunanum.
Oddur gerir sér vonir um að málinu verði skilað til embættis héraðssaksóknara í þessari viku. Enn sé þó beðið eftir geðmati og mati á almannahættu.
Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í lok október og Oddur segir ekkert nýtt hafa komið fram sem bæti einhverju við það sem þegar hafi komið fram í gæsluvarðhaldsúrskurðum.