Rannsókn miðar vel

Rannsókn sumarbústaðainnbrota hjá lögreglunni á Selfossi miðar vel og hefur á þriðja tug innbrota verið upplýst, flest í Grímsnesi.

Einum sakborninga var sleppt úr gæsluvarðhaldi síðastliðinn fimmtudag og öðrum í gær. Ekki þótti ástæða til að halda þeim lengur þar sem rannsókn hefur gengið vel. Þeim elsta í hópnum verður haldið lengur í gæsluvarðhaldi vegna hagsmuna rannsóknarinnar en einangrun hefur verið aflétt.

Yngsti aðilinn hefur alfarið verið undir umsjón barnaverndaryfirvalda. Í gær, föstudag, aðstoðuðu lögreglumenn í sérsveit Ríkislögreglustjóra við að leita að tveimur stúlkum sem tengdust málinu.

Þær fundust á höfuðborgarsvæðinu og voru færðar til yfirheyrslu á Selfossi. Að lokinni yfirheyrslu voru þær fjrálsar ferða sinna.

Fyrri greinSjómannahátíð í Landeyjunum
Næsta greinGöngugarpar á Miðfelli