Þessa dagana er unnið að rannsóknarborunum við Reynisfjall í Mýrdal, við hugsanlegan gangamunna í fjallinu.
Vegagerðin vinnur nú að undirbúningi og rannsóknum í samræmi við gildandi samgönguáætlun 2020-2024 vegna forhönnunar og mati á umhverfisáhrifum vegna veglínu um Mýrdal með jarðgöngum um Reynisfjall.
Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, er hluti þessa undirbúnings rannsóknarboranir til að finna legu klappar á fyrirhuguðum gangamunnasvæðum í Reynisfjalli, en lega klapparinnar og staðsetning gangamunna er ein af forsendum annars undirbúnings og rannsókna vegna vegagerðar um Mýrdal.
Framkvæmd við færslu hringvegarins um Mýrdal er í matsferli en kynna má sér drög að matsáætlun hér.