Úrskurður dómara um gæsluvarðhaldskröfu yfir þremenningunum sem frömdu vopnað rán á Selfossi á laugardag liggur fyrir síðdegis í dag.
Lögreglustjórinn á Selfossi lagði í gær í gær fram kröfu um gæsluvarðhald yfir mönnunum. Dómari tók sér frest til að úrskurða um kröfu lögreglunnar en úrskurður hans mun liggja fyrir síðdegis í dag.
Rannsókn málsins er í fullum gangi en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsóknin umfangsmikil og mun taka mikinn tíma.
Mennirnir þrír hafa allir komið áður við sögu lögreglu. Áætlað er að ljúka rannsókn málsins ásamt óloknum málum sem þremenningarnir tengjast.