RARIK flytur í dag starfsstöð sína á Selfossi í nýtt húsnæði við Larsenstræti 4 og hefur fulla starfsemi þar mánudaginn 26. júní.
Framkvæmdir við nýja starfsstöð hófust í janúar 2021 og felur þessi nýja aðstaða í sér bætt vinnuskilyrði starfsfólks og hagræði fyrir reksturinn sem framvegis verður á einum stað í stað tveggja áður.
Í tilkynningu frá RARIK segir að þess sé vænst að sameinuð starfsstöð skapi starfsfólki fyrirtækisins gott nútímalegt vinnuumhverfi og auðveldi því að veita viðskiptavinum fyrirtækisins enn betri þjónustu í framtíðinni.

