Hinn árlegi Delludagur er haldinn í dag á lokadegi bæjarhátíðarinnar Sumar á Selfossi.
Þar fá bílaáhugamenn sitthvað fyrir sinn snúð en keppt var í kassabílaralli, Go-Kart menn léku listir sínar og sömuleiðis var flatrekssýning. Jeppum var ekið í teygjuramp og deginum lauk á drulluspyrnu.
Fjöldi fólks var kominn saman í Hrísmýrinni til að fylgjast með herlegheitunum. Áhorfendur og ökumenn létu bleytuna á Selfossi ekki aftra sér og tilþrifin voru mikil.