Heilsugæslustöðinni á Kirkjubæjarklaustri hafa nú í byrjun árs borist rausnalegar gjafir frá nokkrum aðilum, nokkra milljóna króna virði. Hluti gjafanna er enn ókominn, en eru væntanlegar innan skamms.
Gjafirnar sem þegar eru komnar, er m.a. fullbúinn tannlæknastóll og húsgögn í viðtals- og fundarherbergi/setustofu. Þá er einnig von á tveimur skoðunarbekkjum, lífsmarkamæli og skoðunarljósi, svo eitthvað sé nefnt. Heildarverðmæti gjafanna er rúmar 6.000.000 kr. og gefandi er Styrktarsamtök heilsugæslunnar á Kikjubæjarklaustri.
Þá gaf Kvenfélagið Hvöt heilsugæslunni 50.000 kr. til kaupa á leikföngum fyrir börn og Sigfrið Kristinsdóttir á Fossi gaf saumað tjald fyrir búningsklefa sem er inni af einni skoðunarstofunni.
Í frétt frá HSU segir að mikill fengur sé að fá fullbúna aðstöðu tannlæknis á stöðina en Sonja Rut Jónsdóttir, tannlæknir, mun koma reglulega og sinna tannviðgerðum.