Réðust á mann með öxi

Fjórir menn eru í haldi lögreglunnar á Selfossi vegna líkamsárásar við N1 á Selfossi síðdegis í dag.

Tveir menn tilkynntu til lögreglunnar að þeir hefðu verið á gangi skammt frá N1 á Selfossi þegar pallbifreið hafi ekið að þeim. Fjórir menn komu út úr bifreiðinni og réðist einn þeirra að mönnunum. Maðurinn var vopnaður öxi og réðist hann að öðrum manninum og sló til hans.

Árásarmaðurinn sló þremur lausum höggum í manninn sem féll í götuna. Við það yfirgáfu fjórmenningarnir vettvanginn. Sá sem ráðist var á slapp með minni háttar áverka.

Leitað var eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra til að leita að mönnunum og handtaka og höfðu þeir allir náðst innan klukkustundar. Tveir þeirra fundust á Eyrarbakka og hinir tveir á Selfossi.

Árásarmennirnir og sá sem ráðist var á þekktust og er grunur um að árásin tengist fíkniefnaviðskiptum. Rannsókn málsins mun standa fram á kvöld og halda síðan áfram í fyrramálið. Árásarmennirnir losuðu sig við öxina á Selfossi og hún er ófundin.

Í morguns árið verður tekin afstaða til þess hvort farið verður fram á gæsluvarðhald á þeim sem var ráðandi í árásinni.

Fyrri greinKR-ingar lögðu Selfoss
Næsta greinAxarárásin upplýst