Refir ógna fuglalífi í Bláskógabyggð

Fuglalíf í Bláskógabyggð hefur beðið mikinn skaða vegna ágangs refa sem færa sig sífellt nær byggð í sveitarfélaginu.

Refurinn hefur verið að færa sig sífellt nær byggðinni og hefur hann nánast rústað fuglalífi í sveitarfélaginu auk þess að leggjast á lömb.

Helgi Kjartansson, formaður byggðaráðs Bláskógabyggðar hefur miklar áhyggjur af stöðu málsins. Þá er hann ósáttur við að ríkið sé hætt að endurgreiða sveitarfélögunum vegna refaveiða, en aðeins er greitt fyrir minkaveiðar.

Sveitarstjórnarmenn í öðrum sveitarfélögum á Suðurlandi hafa lýst sömu óánægju með ákvörðun ríkisins og verður málið m.a. rætt á næsta Héraðsnefndarfundi í október.

Frétt RÚV

Fyrri greinGetspakir Selfyssingar
Næsta greinSvíum kennt að brugga