Reglulegir óróakippir

Óróinn í Eyjafjallajökli jókst aftur upp úr miðnætti í nótt en datt svo niður þangað til annar kippur kom um sjöleytið í morgun.

Stuttir óróapúlsar hafa verið að koma fram undir jöklinum frá miðjum degi í gær. Á meðan á þessum óróahviðum stóð sást svartur eða dökkgrár mökkur. Lítill mökkur sást kl. 01:25 á vefmyndavél Mílu við Þórólfsfell og um fimmleytið í morgun stóð hvítur gufustrókur upp af jöklinum.

Engir skjálftar hafa fylgt þessum óróahviðum og undanfarið hafa eingöngu verið smáir, grunnir skjálftar undir fjallinu. Vísindamenn telja líklegt að losnað hafi um fyrirstöðu í gígnum með auknu gasstreymi og öskusprengingum.

Fyrri greinAnna með nýtt Selfossmet
Næsta greinSkipulagssýning opnuð á Sólheimum