Bændur á þeim svæðum sem urðu verst úti vegna eldgossins í Grímsvötnum í lok maí hafa allajafna lítið getað heyjað í sumar vegna ösku sem enn er í túnunum hjá þeim.
Fyrir vikið hafa þeir þurft að kaupa hey frá öðrum og margir reiða sig að mestu á aðkeypt hey.
Sumir hafa ákveðið að slá túnin, þrátt fyrir öskuna, en mikil óvissa er um hvort skepnurnar muni vilja heyið.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur meðal ananrs fram, að Bjargráðasjóður komi til móts við bændur sem þurfa að kaupa hey af þessum ástæðum.