Ungur karlmaður var handtekinn í miðbæ Selfoss um helgina eftir að hafa veist að öðrum manni og hótað honum með hníf.
Maðurinn veitti ekki mótspyrnu við handtöku en hann var færður í fangageymslu á meðan málið var rannsakað.
Maðurinn bar við að hafa ætlað að koma í veg fyrir slagsmáls sem voru í uppsiglingu. Þá hafi einhver veist að honum með hótunum sem leiddi til þess að ungi maðurinn reiddist og dró upp vasahníf. Hann beitti ekki hnífnum aðeins sýndi hann.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Selfossi. Þar kemur einnig fram að tveir menn voru teknir um helgina á Selfossi með amfetamín, hass og kannabis. Um var að ræða minni háttar magn. Mennirnir voru frjálsir ferða sinna eftir afgreiðslu hjá lögreglu.