Ein stærsta og viðamesta útihátíð sumarsins, Kótelettan, verður haldin á Selfossi um helgina, og er búist við fjölda gesta. Hátíðin er nú haldin í fimmta sinn og hefur aldrei verið glæsilegri.
Mikill fjöldi landsþekktra skemmtikrafta kemur fram, bæði að degi til í miðbæjargarðinum á Selfossi, sem og á tónleikasvæðinu við Hvíta húsið á kvöldin.
Meðal þess sem hvað mesta athygli hefur vakið í tengslum við hátíðina er keppni í því að halda grillveislu, en jafnframt verður haldin keppni einstaklinga í að galdra fram bestu grillmáltíðina.
Líkt og fyrri ár verður fjöldi atriða til skemmtunar alla dagana, ásamt hefðbundnum keppnum eins og söngkeppni barnanna, sem jafnan slær í gegn. Fjöldi fólks hefur komið að undirbúningi hátíðarinnar að þessu sinni og margir aðilar taka þátt í að gera hana sem glæsilegasta.
Meðal þeirra sem koma fram á tónlistarhluta hátíðarinnar í kvöld eru Helgi Björns & Reiðmenn vindanna, Ómar Diðriks og Sveitasynir, The Wunder Group, Dans á rósum, SSSÓL, DJ Muscleboy, Stuðlabandið og Love Guru og DJ Óli Geir Dans á Rósum.